„Lífið hljóp bara frá mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2022 10:30 Linda hefur unnið sem hárgreiðslukona og förðunarfræðingur í áraraðir. Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir hársnyrtir og förðunarfræðingur var að eigin sögn vinnualki en er nú búin að fá nýtt líf. Linda lýsir því hvernig of mikil vinna tók sinn toll af henni hér áður fyrr og hafði áhrif á allt hennar líf. Þar á meðal ástarsambönd. En nú er hún búin að snúa stöðunni við og er alsæl. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við Lindu sem einnig sagði henni frá all sérstökum sjúkdómi sem hún er að kljást við þar sem hún nær ekki að grennast þrátt fyrir mjög heilsusamlegt líferni en hún heldur sjúkdómnum niðri með því að borða rétt, hreyfa sig og sofa vel. „Ég ólst þannig upp að foreldrar mínir voru báðir klipparar og vinnualkar og mér þótti þetta bara eðlilegt. Ég stóð í tíu, tólf tíma á dag og borðaði ekkert og settist ekkert niður. Það var bara svo gaman að ég fattaði ekki að þetta væri ekki eðlilegt fyrir en ég klessti á vegg,“ segir Linda og heldur áfram. „Það var eitt skipti þar sem ég fékk sjálfsofnæmi og allt í einu fór húðin á mér að fara í svona blöðrur og ég skildi ekkert hvað væri að en þá var ég búin að eyðileggja skjaldkirtilinn úr vinnu. Þannig að ég er búin að vera á skjaldkirtilshormónum í tuttugu og tvö ár. Svo var einu sinni þegar ég var með síðasta kúnna fyrir jól. Þá var heimilislæknirinn minn búinn að segja mér frá Hveragerði til að fara í hvíld. Hann hafði sagt mér að fara í hvíld þar sem hendurnar á mér voru hættar að virka. Þegar ég var með síðasta kúnnann fyrir jól þá gat ég ekki haldið á blásaranum og festi hann undir hendurnar á mér og hristi mig einhvern veginn til að þurrka hárið.“ Linda hefur unnið of mikið í mörg ár. Hún segist hafa farið í kjölfarið í hvíldarinnlögn í Hveragerði. „Nokkrum árum seinna þurfti ég að fara í aðgerð og ég er búin að láta skrapa úr öxlunum og ég er er betri í dag en ekkert alveg frábær,“ segir Linda en vinnan hafði einnig áhrifa á hennar persónulega líf. „Þegar maður er með mikla ástríðu frá vinnunni sinni og lifir fyrir að vinna og finnst þetta svo æðislega skemmtilegt. Þegar ég kom heim þá talaði ég bara um vinnuna og vinnan komst bara að. Ég áttaði mig ekki á því að maki manns á sínum tíma nennti ekkert endilega að hlusta bara á tal um vinnuna mína allan daginn eða öll kvöld. Þetta hafði eðlilega áhrif á mitt samband og ég sé það í dag, en ég sá þetta ekki þá. Svo vaknar maður bara upp fertugur og hugsar, lífið hljóp bara frá mér.“ Lítt þekktur sjúkdómur Linda segist svona eftir á hafa viljað fá þessa vakningu frekar um þrítugt en fertugt. „Mér finnst ég hefði átt að gefa samböndunum mínum meiri tíma. Vera meira til staðar og ekki vinnuna bara endalaust heima. Ég er bara 47 ára, það er nóg eftir. Ég er bara í dag að skoða í kringum mig og opin fyrir því að hitta einhvern.“ Linda segist hafa fjárfest í hárheildsölu og þremur mánuðum seinna fjárfesti hún í hárgreiðslustofu. Þetta hafi haft það í för með sér að hún var í raun í vinnunni allan sólarhringinn og tók að sér allt of mikið. „Ég sé ekkert eftir þessu en ég sé núna hvað þetta var mikil vitleysa að gera þetta bara einn. Í dag er ég með heildsöluna enn þá en ég ætla segja hana,“ segir Linda sem er enn eigandi af hárgreiðslustofunni Hárrétt og hefur verið að minnka við sig vinnuna þar. „Það var í raun læknir sem skipaði mér að gera það,“ segir Linda sem hefur að undanförnu verið að vinna einnig fyrir Stöð 2, Disney +, tónleikahaldara og fleiri. „Ég fylgi Birgittu Haukdal, er hárgreiðslukonan hennar og er síðan með alla dómarana í Idol-inu fyrir utan Bríet, það er önnur kona að vinna með henni.“ Linda hefur einnig verið að kljást við sjúkdóm sem er lítt þekktur. „Það er nú mjög stutt síðan sem ég vissi af þessum sjúkdóm. Ég fór í æðaaðgerð og þegar ég var mætt, stóð í dyrunum og læknirinn sagði við mig, út með hendurnar. Hann sagði þá strax, heyrðu þú ert með Lipoedema. Þetta er í raun fitubjúgur og vatnið sem kemur inn í líkaman festist í fitufrumunum og ég hef bara alla tíð verið svona. Ég fór að skoða myndir og hef alltaf verið í íþróttum en alltaf verið svona þétt um lærin. Ég hef oft hugsað af hverju ég nái ekki að vera eins og „hinar“ stelpurnar en þá er þetta bara málið. Þetta er ættarsjúkdómur sem leggst í kvenlegg. Það fyrsta sem þú lest þegar þú google-ar þetta er að þetta er ekki offitusjúkdómur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Förðun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Linda lýsir því hvernig of mikil vinna tók sinn toll af henni hér áður fyrr og hafði áhrif á allt hennar líf. Þar á meðal ástarsambönd. En nú er hún búin að snúa stöðunni við og er alsæl. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við Lindu sem einnig sagði henni frá all sérstökum sjúkdómi sem hún er að kljást við þar sem hún nær ekki að grennast þrátt fyrir mjög heilsusamlegt líferni en hún heldur sjúkdómnum niðri með því að borða rétt, hreyfa sig og sofa vel. „Ég ólst þannig upp að foreldrar mínir voru báðir klipparar og vinnualkar og mér þótti þetta bara eðlilegt. Ég stóð í tíu, tólf tíma á dag og borðaði ekkert og settist ekkert niður. Það var bara svo gaman að ég fattaði ekki að þetta væri ekki eðlilegt fyrir en ég klessti á vegg,“ segir Linda og heldur áfram. „Það var eitt skipti þar sem ég fékk sjálfsofnæmi og allt í einu fór húðin á mér að fara í svona blöðrur og ég skildi ekkert hvað væri að en þá var ég búin að eyðileggja skjaldkirtilinn úr vinnu. Þannig að ég er búin að vera á skjaldkirtilshormónum í tuttugu og tvö ár. Svo var einu sinni þegar ég var með síðasta kúnna fyrir jól. Þá var heimilislæknirinn minn búinn að segja mér frá Hveragerði til að fara í hvíld. Hann hafði sagt mér að fara í hvíld þar sem hendurnar á mér voru hættar að virka. Þegar ég var með síðasta kúnnann fyrir jól þá gat ég ekki haldið á blásaranum og festi hann undir hendurnar á mér og hristi mig einhvern veginn til að þurrka hárið.“ Linda hefur unnið of mikið í mörg ár. Hún segist hafa farið í kjölfarið í hvíldarinnlögn í Hveragerði. „Nokkrum árum seinna þurfti ég að fara í aðgerð og ég er búin að láta skrapa úr öxlunum og ég er er betri í dag en ekkert alveg frábær,“ segir Linda en vinnan hafði einnig áhrifa á hennar persónulega líf. „Þegar maður er með mikla ástríðu frá vinnunni sinni og lifir fyrir að vinna og finnst þetta svo æðislega skemmtilegt. Þegar ég kom heim þá talaði ég bara um vinnuna og vinnan komst bara að. Ég áttaði mig ekki á því að maki manns á sínum tíma nennti ekkert endilega að hlusta bara á tal um vinnuna mína allan daginn eða öll kvöld. Þetta hafði eðlilega áhrif á mitt samband og ég sé það í dag, en ég sá þetta ekki þá. Svo vaknar maður bara upp fertugur og hugsar, lífið hljóp bara frá mér.“ Lítt þekktur sjúkdómur Linda segist svona eftir á hafa viljað fá þessa vakningu frekar um þrítugt en fertugt. „Mér finnst ég hefði átt að gefa samböndunum mínum meiri tíma. Vera meira til staðar og ekki vinnuna bara endalaust heima. Ég er bara 47 ára, það er nóg eftir. Ég er bara í dag að skoða í kringum mig og opin fyrir því að hitta einhvern.“ Linda segist hafa fjárfest í hárheildsölu og þremur mánuðum seinna fjárfesti hún í hárgreiðslustofu. Þetta hafi haft það í för með sér að hún var í raun í vinnunni allan sólarhringinn og tók að sér allt of mikið. „Ég sé ekkert eftir þessu en ég sé núna hvað þetta var mikil vitleysa að gera þetta bara einn. Í dag er ég með heildsöluna enn þá en ég ætla segja hana,“ segir Linda sem er enn eigandi af hárgreiðslustofunni Hárrétt og hefur verið að minnka við sig vinnuna þar. „Það var í raun læknir sem skipaði mér að gera það,“ segir Linda sem hefur að undanförnu verið að vinna einnig fyrir Stöð 2, Disney +, tónleikahaldara og fleiri. „Ég fylgi Birgittu Haukdal, er hárgreiðslukonan hennar og er síðan með alla dómarana í Idol-inu fyrir utan Bríet, það er önnur kona að vinna með henni.“ Linda hefur einnig verið að kljást við sjúkdóm sem er lítt þekktur. „Það er nú mjög stutt síðan sem ég vissi af þessum sjúkdóm. Ég fór í æðaaðgerð og þegar ég var mætt, stóð í dyrunum og læknirinn sagði við mig, út með hendurnar. Hann sagði þá strax, heyrðu þú ert með Lipoedema. Þetta er í raun fitubjúgur og vatnið sem kemur inn í líkaman festist í fitufrumunum og ég hef bara alla tíð verið svona. Ég fór að skoða myndir og hef alltaf verið í íþróttum en alltaf verið svona þétt um lærin. Ég hef oft hugsað af hverju ég nái ekki að vera eins og „hinar“ stelpurnar en þá er þetta bara málið. Þetta er ættarsjúkdómur sem leggst í kvenlegg. Það fyrsta sem þú lest þegar þú google-ar þetta er að þetta er ekki offitusjúkdómur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Förðun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira