Mikil tilhlökkun í stuðningsmönnum á leið til Porto Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2022 07:36 Vísir/Vilhelm Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag. Um er að ræða einn mikilvægasta leikinn í sögu íslenskrar knattspyrnu en sigur í dag tryggir kvennalandsliðinu farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Um 160 farþegar eru nú í rúmlega 180 sæta vélinni, en landsliðið og starfsfólk KSÍ munu fylla hin auðu sæti á leiðinni aftur til Íslands í nótt. Samkvæmt fréttamanni og ljósmyndara fréttastofu eru flugliðarnir í vélinni allir í landsliðstreyjum og sömu sögu er að segja af sumum starfsmönnum veitingastaða í flugstöðinni. Vísir/Vilhelm Í hópi stuðningsfólks eru ungar og efnilegar fótboltastelpur, meðal annars frá Akranesi og Reykjanesbæ, sem halda nú utan til að fylgjast með átrúnaðargoðunum spila inn mikilvægasta leik ferilsins. Þá er Guðni Th. Jóhannesson forseti einnig í vélinni og situr hann fremst. Guðni Th. Jóhannesson forseti er meðal fremstu manna í vélinni.Vísir/Vilhelm Áætlað er að vélin lendi í Porto klukkan 12:50 að staðartíma og fer mannskapurinn þá upp í rútu á völlinn þar sem leikurinn verður spilaður. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, náði nokkrum myndum af stuðningsmönnum landsliðsins á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Til í slaginn!Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 10. október 2022 22:31 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Um er að ræða einn mikilvægasta leikinn í sögu íslenskrar knattspyrnu en sigur í dag tryggir kvennalandsliðinu farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Um 160 farþegar eru nú í rúmlega 180 sæta vélinni, en landsliðið og starfsfólk KSÍ munu fylla hin auðu sæti á leiðinni aftur til Íslands í nótt. Samkvæmt fréttamanni og ljósmyndara fréttastofu eru flugliðarnir í vélinni allir í landsliðstreyjum og sömu sögu er að segja af sumum starfsmönnum veitingastaða í flugstöðinni. Vísir/Vilhelm Í hópi stuðningsfólks eru ungar og efnilegar fótboltastelpur, meðal annars frá Akranesi og Reykjanesbæ, sem halda nú utan til að fylgjast með átrúnaðargoðunum spila inn mikilvægasta leik ferilsins. Þá er Guðni Th. Jóhannesson forseti einnig í vélinni og situr hann fremst. Guðni Th. Jóhannesson forseti er meðal fremstu manna í vélinni.Vísir/Vilhelm Áætlað er að vélin lendi í Porto klukkan 12:50 að staðartíma og fer mannskapurinn þá upp í rútu á völlinn þar sem leikurinn verður spilaður. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, náði nokkrum myndum af stuðningsmönnum landsliðsins á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Til í slaginn!Vísir/Vilhelm
Keflavíkurflugvöllur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 10. október 2022 22:31 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 10. október 2022 22:31
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58