„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 20:00 Á morgun er komið að úrslitastundu hjá Þorsteini Halldórssyni og hans leikmönnum sem ætla sér að komast á HM í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira