Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 11:53 Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu. Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“ Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32