Ten Hag vonast til að markið opni flóðgáttir hjá Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 15:31 Cristiano Ronaldo fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Everton á Goodison Park í gær en með honum er Marcus Rashford. AP/Jon Super Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast eftir því að Cristiano Ronaldo sé kominn í gang eftir að sjö hundraðasta mark hans fyrir félagslið tryggði United 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo kom inn á sem varamaður á Goodison Park í gær og skoraði sigurmarkið sem var aðeins hans annað mark á tímabilinu. Hinn 37 ára gamli framherji hefur ekki fengið að spila mikið á leiktíðinni en minnti vel á sig í gær. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ten Hag vitnaði óbeint í hina frægu tómatsósu kenningu þegar hann ræddi Ronaldo eftir leikinn. „Allir leikmenn þurfa á sjálfstrausti að halda jafnvel þó þú sért sá besti í heimi þá þarftu á mörkum að halda. Um leið og það detta inn mörk þá verður allt auðveldara og þau geta farið að flæða inn,“ sagði Erik ten Hag. „Það er virkilega aðdáunarvert hjá honum að ná að skora sjö hundruð mörk. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og óska honum til hamingju með þetta stóra afrek. Ég er líka ánægður að þetta sé hans fyrsta deildarmark á tímabilinu. Ég er viss um að hann skori fleiri mörk,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) c United komst upp í fimmta sætið með sigrinum í gær og liðið er núna aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti. „Gagnrýni er eðlileg ekki síst þegar þú tapar stórum leik eins og nágrannaslag. Við urðum bara að glíma við það, læra af því og það gerðum við. Strax á fimmtudaginn og einnig í dag,“ sagði Ten Hag. „Fyrstu 35 mínúturnar voru góðar hjá okkur, bæði með og án boltans. Við fengum bakslag með því að fá á okkur markið en við brugðumst vel við því að snérum því við fyrir hálfleik sem var virkilega gott,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Ronaldo kom inn á sem varamaður á Goodison Park í gær og skoraði sigurmarkið sem var aðeins hans annað mark á tímabilinu. Hinn 37 ára gamli framherji hefur ekki fengið að spila mikið á leiktíðinni en minnti vel á sig í gær. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ten Hag vitnaði óbeint í hina frægu tómatsósu kenningu þegar hann ræddi Ronaldo eftir leikinn. „Allir leikmenn þurfa á sjálfstrausti að halda jafnvel þó þú sért sá besti í heimi þá þarftu á mörkum að halda. Um leið og það detta inn mörk þá verður allt auðveldara og þau geta farið að flæða inn,“ sagði Erik ten Hag. „Það er virkilega aðdáunarvert hjá honum að ná að skora sjö hundruð mörk. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og óska honum til hamingju með þetta stóra afrek. Ég er líka ánægður að þetta sé hans fyrsta deildarmark á tímabilinu. Ég er viss um að hann skori fleiri mörk,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) c United komst upp í fimmta sætið með sigrinum í gær og liðið er núna aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti. „Gagnrýni er eðlileg ekki síst þegar þú tapar stórum leik eins og nágrannaslag. Við urðum bara að glíma við það, læra af því og það gerðum við. Strax á fimmtudaginn og einnig í dag,“ sagði Ten Hag. „Fyrstu 35 mínúturnar voru góðar hjá okkur, bæði með og án boltans. Við fengum bakslag með því að fá á okkur markið en við brugðumst vel við því að snérum því við fyrir hálfleik sem var virkilega gott,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira