Bjarni kann engar skýringar á fyndnum fagnaðarlátum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 11:31 Bjarni Mark Antonsson er leikmaður Start í Noregi en hefur einnig spilað í Svíþjóð og með KA og Fjarðabyggð en er uppalinn hjá KS á Siglufirði. ikstart.no Óhætt er að segja að Siglfirðingurinn Bjarni Mark Antonsson hafi ekki ráðið sér fyrir kæti þegar lið hans Start skoraði dramatískt og afar mikilvægt sigurmark í norsku 1. deildinni í fótbolta. Bjarni hafði komið inn á sem varamaður í leiknum, sem var gegn KFUM á mánudag, en Start lenti 2-1 undir og þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir. Start náði hins vegar að jafna metin og skora svo sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þá sem myndband náðist af Bjarna fagna markinu en hann virtist ekkert vita hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Enda deildi Bjarni þessu skemmtilega myndbandi á Twitter með orðunum: „Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu“. Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu https://t.co/V17GSeVDXN— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) October 7, 2022 Sigurinn kom Start upp fyrir KFUM í 3. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil. Bjarni og félagar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik næsta mánudag, í fjórðu síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Stabæk sem er í 2. sæti. Fimm stigum munar núna á liðunum. Bjarni, sem er 26 ára gamall, lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi en hefur síðan spilað með Kristianstad og Brage í Svíþjóð, og nú Start í Noregi þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann á að baki tvo A-landsleiki, gegn El Salvador og Kanada í janúar 2020. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Bjarni hafði komið inn á sem varamaður í leiknum, sem var gegn KFUM á mánudag, en Start lenti 2-1 undir og þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir. Start náði hins vegar að jafna metin og skora svo sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þá sem myndband náðist af Bjarna fagna markinu en hann virtist ekkert vita hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Enda deildi Bjarni þessu skemmtilega myndbandi á Twitter með orðunum: „Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu“. Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu https://t.co/V17GSeVDXN— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) October 7, 2022 Sigurinn kom Start upp fyrir KFUM í 3. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil. Bjarni og félagar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik næsta mánudag, í fjórðu síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Stabæk sem er í 2. sæti. Fimm stigum munar núna á liðunum. Bjarni, sem er 26 ára gamall, lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi en hefur síðan spilað með Kristianstad og Brage í Svíþjóð, og nú Start í Noregi þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann á að baki tvo A-landsleiki, gegn El Salvador og Kanada í janúar 2020.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira