Rödd Súper Maríó afhjúpuð í nýrri stiklu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 23:09 Súper Maríó er væntanlegur í kvikmyndahús á næsta ári. Vísir/Getty Aðdáendur tölvuleikjagoðsagnarinnar Súper Maríó fengu að heyra túlkun leikarans Chris Pratt á rödd hennar í fyrsta skipti í nýrri stiklu fyrir kvikmynd um ítalska píparann sem var birt í dag. Tvennum sögum fer af því hversu ítalskur hreimur Pratt þykir. Nýtt teiknuð mynd um ævintýri Súper Maríó á að koma út á næsta ári. Hún er fyrsta myndin um tölvuleikjapersónuna ástsælu frá leikinni mynd frá 10. áratug síðustu aldar sem beið algert skipbrot. Sérstaklega hafa aðdáendur beðið með eftirvæntingu eftir að heyra rödd Maríó en margir ráku upp stór augu þegar Chris Pratt, sem er aðallega þekktur fyrir stórar ævintýramyndir eins og Júragarðinn og Marvel-ofurhetjumyndirnar, var valinn til að ljá honum rödd sína. Pratt lofaði fyrr á þessu ári að hann myndi ekki móðga Bandaríkjamenn af ítölskum ættum með ýktum ítölskum hreim og að röddin ætti sér enga hliðstæðu í Maríóheiminum til þessa. Í eyrum blaðamanna Polygon hljómar Maríó í meðförum Pratt eins og hann komi frá Boston en borgin er þekkt fyrir einkennandi hreim heimamanna. Öðrum finnst Pratt ná ítölskum blæbrigðum betur. Paul Tassi, blaðamaður Forbes, segir að Pratt sem Maríó minni sig á gamlan ítalskan frænda sinn frá Bronx-hverfinu í New York. Okay we only have like seven words to analyze but the vibe I'm getting from Pratt Mario is my elderly Italian uncle from the Bronx pic.twitter.com/pOOQxVXBl1— Paul Tassi (@PaulTassi) October 6, 2022 Fleiri þekktir leikarar tala inn á persónur í myndinni. Jack Black fer með hlutverk illmennisins Bowsers, Anya Taylor-Joy talar fyrir Ferskju prinsessu, Charlie Day leikur Luígí, grænklæddan bróður Maríó, og Seth Rogen túlkar górilluna Donkey Kong. Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nýtt teiknuð mynd um ævintýri Súper Maríó á að koma út á næsta ári. Hún er fyrsta myndin um tölvuleikjapersónuna ástsælu frá leikinni mynd frá 10. áratug síðustu aldar sem beið algert skipbrot. Sérstaklega hafa aðdáendur beðið með eftirvæntingu eftir að heyra rödd Maríó en margir ráku upp stór augu þegar Chris Pratt, sem er aðallega þekktur fyrir stórar ævintýramyndir eins og Júragarðinn og Marvel-ofurhetjumyndirnar, var valinn til að ljá honum rödd sína. Pratt lofaði fyrr á þessu ári að hann myndi ekki móðga Bandaríkjamenn af ítölskum ættum með ýktum ítölskum hreim og að röddin ætti sér enga hliðstæðu í Maríóheiminum til þessa. Í eyrum blaðamanna Polygon hljómar Maríó í meðförum Pratt eins og hann komi frá Boston en borgin er þekkt fyrir einkennandi hreim heimamanna. Öðrum finnst Pratt ná ítölskum blæbrigðum betur. Paul Tassi, blaðamaður Forbes, segir að Pratt sem Maríó minni sig á gamlan ítalskan frænda sinn frá Bronx-hverfinu í New York. Okay we only have like seven words to analyze but the vibe I'm getting from Pratt Mario is my elderly Italian uncle from the Bronx pic.twitter.com/pOOQxVXBl1— Paul Tassi (@PaulTassi) October 6, 2022 Fleiri þekktir leikarar tala inn á persónur í myndinni. Jack Black fer með hlutverk illmennisins Bowsers, Anya Taylor-Joy talar fyrir Ferskju prinsessu, Charlie Day leikur Luígí, grænklæddan bróður Maríó, og Seth Rogen túlkar górilluna Donkey Kong.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira