„Eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2022 10:30 Vala Matt hitti Betu Reynis á dögunum eftir að hún varð að fara í aðgerð vegna húðkrabbameins. Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir lenti í því í sumar að fyrir rælni tók hún eftir dökkum fæðingarbletti á bakinu og í staðinn fyrir að láta hann í friði lét hún skoða hann og í ljós kom húðkrabbamein á byrjunarstigi. Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin. Ísland í dag Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin.
Ísland í dag Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira