Baulað á Hákon sem þurfti bara nýja skó Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 10:31 Hákon Rafn Valdimarsson sýndi hvernig skórnir rifnuðu allsvakalega í leiknum í Gautaborg í gær. Skjáskot/Sportbladet.se Eftir að hafa fengið á sig eitt mark í bláum skóm hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu í rauðum skóm í góðum 3-1 sigri Elfsborg gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hákon, sem er uppalinn hjá Gróttu og ver mark U21-landsliðs Íslands, vakti reiði stuðningsmanna Gautaborgar á Gamla Ullevi leikvanginum um miðjan seinni hálfleik í gær. Aftonbladet segir að síðustu ár hafi nokkrir markmenn í sænsku deildinni stundað það að ýkja eða ljúga til um meiðsli til að stöðva leiki þegar pressan frá andstæðingum sé orðin mikil. Hákon var aftur á móti ekki með neinn leikaraskap. Takkaskórnir hans voru einfaldlega í tætlum, eins og hann sýndi í viðtölum eftir leik, og hann varð að fara af velli til að skipta um skó eins og sjá má hér að neðan. Elfsborgs målvakt Hákon Valdimarsson tvingas till byte av skor pic.twitter.com/BpvFTisrsN— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 3, 2022 „Skórinn minn fór bara í sundur. Eins og þið sjáið þá gat ég ekki haldið áfram að spila,“ sagði Hákon og tók upp rifna skóinn. „Ég vissi að ég þyrfti að skipta. Ég spurði dómarann og hann sagði „ekkert mál“,“ sagði Hákon. Dómarinn var ekki jafn geðgóður nokkrum mínútum síðar þegar hann rak Marcus Berg, framherja Gautaborgar, af velli eftir kjaftbrúk. Manni fleiri bættu leikmenn Elfsborg við marki og innsigluðu 3-1 sigur, eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma. Með sigrinum komst Elfsborg upp fyrir Gautaborg í 7. sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir þremur næstu liðum, þegar 24 umferðir af 30 eru búnar. Sænski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Hákon, sem er uppalinn hjá Gróttu og ver mark U21-landsliðs Íslands, vakti reiði stuðningsmanna Gautaborgar á Gamla Ullevi leikvanginum um miðjan seinni hálfleik í gær. Aftonbladet segir að síðustu ár hafi nokkrir markmenn í sænsku deildinni stundað það að ýkja eða ljúga til um meiðsli til að stöðva leiki þegar pressan frá andstæðingum sé orðin mikil. Hákon var aftur á móti ekki með neinn leikaraskap. Takkaskórnir hans voru einfaldlega í tætlum, eins og hann sýndi í viðtölum eftir leik, og hann varð að fara af velli til að skipta um skó eins og sjá má hér að neðan. Elfsborgs målvakt Hákon Valdimarsson tvingas till byte av skor pic.twitter.com/BpvFTisrsN— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 3, 2022 „Skórinn minn fór bara í sundur. Eins og þið sjáið þá gat ég ekki haldið áfram að spila,“ sagði Hákon og tók upp rifna skóinn. „Ég vissi að ég þyrfti að skipta. Ég spurði dómarann og hann sagði „ekkert mál“,“ sagði Hákon. Dómarinn var ekki jafn geðgóður nokkrum mínútum síðar þegar hann rak Marcus Berg, framherja Gautaborgar, af velli eftir kjaftbrúk. Manni fleiri bættu leikmenn Elfsborg við marki og innsigluðu 3-1 sigur, eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma. Með sigrinum komst Elfsborg upp fyrir Gautaborg í 7. sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir þremur næstu liðum, þegar 24 umferðir af 30 eru búnar.
Sænski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira