Eintracht Frankfurt vann Evrópudeildina eftir sigur á Rangers í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á meðan Roma vann Sambandsdeildina eftir 1-0 sigur á Feyenoord í úrslitaleik. Leikirnir tveir fóru fram með viku millibili en Ceferin segir að meiri athygli hafi verið að úrslitaleik Sambandsdeildarinnar en úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
„Úrslitaleikurinn sem Roma vann á síðasta tímabili var vinsælli en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Evrópudeildunum þrem má skipta upp í A, B og C deildir. Meistaradeildin (A) inniheldur öll bestu lið Evrópu á meðan Evrópudeildin (B) tekur inn öll næst bestu lið Evrópu. Í Sambandsdeildinni (C) keppa svo næstu lið fyrir neðan Evrópudeildina.
„Ég er mjög hamingjusamur yfir því hvernig Sambandsdeildin og þjóðadeildin eru að þróast,“ sagði Ceferin á þingi alþjóðlega íþróttafréttamanna AIPS og USSI.
„Það voru margir sem gagnrýndu Sambandsdeildina í upphafi en sömu aðilar vilja nú hýsa keppnina á stærri keppnisvöllum,“ bætti Ceferin við.