Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir var með meistaraderhúfuna með sér og þær Katla Tryggvadóttir voru kátar þegar þær spjölluðu við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag. Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira