Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 12:30 Jasmín Erla Ingadóttir getur tryggt sér markadrottningatitilinn og komið Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sama tíma í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér. Besta deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér.
Besta deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki