Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-0 | Sjálfsmark skilaði fyrsta sigri efri hlutans Árni Gísli Magnússon skrifar 2. október 2022 16:55 VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA vann 1-0 sigur á KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar og fór langleiðina með að tryggja sér Evrópusæti. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og eina mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks þegar Grétar Snær Gunnarsson setti boltann í eigið net. Leikurinn fór rólega af stað þar sem liðin gáfu fá færi á sér og héldu boltanum rólega innan liðsins. Eftir um 10 mínútna leik batnaði spilamennska KR-inga aðeins þar sem boltinn gekk vel manna á milli og menn voru að komast í hættulegar stöður án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Heimamenn voru ólíkir sjálfir sér og héldu boltanum illa og voru helst hættulegir þegar Hallgrímur Mar fékk boltann á síðasta þriðjungi vallarins en Beitir var vel vakandi í markinu og greip inn í þegar þurfti. Staðan markalaus eftir mjög tíðindalítinn fyrri hálfleik. Á 48. mínútu átti Þorri Mar fasta fyrirgjöf inn á teig gestanna þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var ásamt tveimur varnarmönnum KR. Fyrirgjöfin var föst og fór beint í Grétar Snæ Gunnarsson og þaðan í netið. KA komið í 1-0 forystu eftir sjálfsmark. Eftir markið hélt KA boltanum vel innan liðsins og komu sér í hættulegar stöður en engin álitleg færi. Sigurður Bjartur Hallsson fékk fínt færi á 56. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina en Jajalo varði vel. Á 70. mínútu voru heimamenn óheppnir að bæta ekki við marki þegar Bryan van den Bogaert og Bjarni Aðalsteinsson áttu báðir skot inn á teignum en varnarmenn KR-inga hentu sér fyrir skotin og björguðu. Örstuttu seinna vildu KA menn fá víti þegar boltinn fór augljóslega í útrétta höndina á Þorsteini Má Ragnarssyni en ekkert dæmt. KR-ingar voru ekki líklegir til að jafna og KA-menn sigldu sigrinum fagmannlega heim. Lokatölur 1-0. Af hverju vann KA? Þeir eru auðvitað heppnir að KR-ingar skora sjálfsmark en KA liðið var betra í seinni hálfleiknum og gáfu fá færi á sér og gerðu einfaldlega nóg. Hverjir stóðu upp úr? Þorri Mar Þórisson var flottur í hægri bakverðinum og á sendinguna sem býr til markið. Varnarleikur KA var þéttur að venju þar sem Dusan Brkovic og Ívar Örn stjórnuðu vel. Hjá KR stóð Beitir Ólafsson sig vel í markinu greip vel inn í. Atli Sigurjónsson var iðulega nálægt boltanum þegar einhver hætta var á ferðum og var manna ferskastur hjá gestunum í dag. Hvað gekk illa? KA gekk ekki vel að halda í boltann í fyrri hálfleik. Á móti náði KR ekki að opna vörnina hjá KA sem er alltaf þétt og vel skipulögð. Hvað gerist næst? KA fær topplið Breiðabliks í heimsókn á Greifavöllinn sunnudaginn 9. október kl. 14:00. KR mætir Val sama dag kl. 13:00 á Meistarvöllum. Hallgrímur Jónasson er nýr þjálfari KAHulda Margrét Hallgrímur: Ætlum að enda fyrir ofan Víking Hallgrímur Jónasson tók á dögunum við sem aðalþjálfari KA eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu ár. Hann var ánægður með stigin þrjú þó liðið hafi oft spilað betur en í dag. „Frammistaðan bara bara frekar góð. Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa unnið 1-0 og mér fannst seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri. Mér fannst við aðeins ströggla varnarlega í fyrri hálfleik á miðjunni, mér fannst þeir ná að yfirmanna miðjuna, smá vitlausar færslur vanarlega fannst mér en við töluðum um það í hálfleik og mér fannst við betri í seinni hálfleik og bara frábær vinnuframmistaða frá liðinu og maður hefði bara kannski viljað setja fleiri mörk.” Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill en Hallgrímur var ánægður með bætinguna á liðinu í seinni hálfleik. „Mér fannst við bara ekki alveg ná að klukka þá. Þeir voru að gera vel og þegar við unnum boltann vorum við alltof lengi að koma okkur úr fyrstu pressunni þeirra sem var góð, þeir voru aggressívir og við svona ætluðum að taka þetta aðeins of létt og taka of margar snertingar á boltann en þegar það skánaði fannst mér þetta aðeins opnast. Við eigum fínan seinni hálfleik og vinnum 1-0 á heimavelli og erum gríðarlega ánægðir með það.” Með sigrinum fer KA langleiðina með að tryggja sér Evrópusæti þar sem Víkingar hefur nú þegar tryggt sig eftir að þeir urðu bikarmeistarar í gær. „Tilfinningin er góð og eins og ég er búinn að segja lengi er þetta það sem við stefnum að og svo sjáum við til hvað gerist í næsta leik hjá Val og Víking en markmikið okkar er áfram það sama; við ætlum að vera leiðinlegir og enda fyrir ofan Víkingana og sjá svo til í lokin hvernig það er.” „Við ætlum bara að klára okkar leiki og við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá endum við fyrir ofan Víking og það er bara okkar markmið og ef frammistaðan verður eins og hún er í dag þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því”, sagði Hallgrímur að lokum en með sigrinum fer KA upp fyrir Víking í töflunni sem á þó leik til góða. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét Rúnar: Vantaði lokahnykkinn Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með framlagið hjá sínu liði þrátt fyrir 1-0 tap gegn KA. „Ég er ánægður með mjög margt. Við vorum mikið með boltann í leiknum en því miður náðum við ekki að skapa mikið af færum, mjög lítið eiginlega, þannig framlagið var mjög gott. Við pressuðum þá mjög vel í fyrri hálfleik og vorum með boltann meira og minna en þeim líður vel þegar þeir liggja til baka og þeir eru fljótir fram og þeir bjuggu til ágætis sóknir líka og bara jafn leikur heilt yfir og fúll með að fá sjálfsmark í andlitið í byrjun síðari hálfleiks og þá gátu þeir varist því bara og gerðu það vel og svo þegar leið á þá opnaðist leikurinn svolítið. Við vorum farnir að taka sénsa seinustu 15-20 mínúturnar þannig að KA mennirnir sköpuðu þá ágætis færi til að bæta við og að sama skapi náum við að skapa mjög lítið en heilt yfir ánægður með framlagið og vinnusemina og hlaupin hjá strákunum, þeir voru duglegir og lögðu sig fram.” KR-ingar náðu að þrýsta KA liðinu nokkuð aftarlega á völlinn í fyrri hálfleik og var Rúnar svekktur að hafa ekki náð að búa til betri færi í hálfleiknum. „Við hefðum þurft að eiga örlítið betri fyrirgjafir og vera kannski með fleiri í teignum þegar þær komu en KA mennirnir vörðust því bara mjög vel og gerðu vel þannig að það vantaði kannski lokahnykkinn hjá okkur að koma úrslitasendingunni á góðan stað inn í teiginn eða ná skotum á markið en þeir lokuðu vel og við bara náðum ekki að búa til neitt af ráði.” Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður KR, átti að vera í byrjunarliðinu í dag en datt úr stuttu fyrir leik og Grétar Snær Gunnarsson kom inn í hans stað. „Hann meiddist aðeins á æfingu í gær, við héldum að það væri í lagi en hann fann það það strax í upphitun að það var ekki að ganga þannig við þurftum að gera breytingu strax og Grétar kemur bara inn og stóð sig vel.” „Ég reikna með því að hann verði klár í næsta leik”, sagði Rúnar að endingu aðspurður hvort Arnór verði klár í næstu leiki. Besta deild karla KA KR Fótbolti
KA vann 1-0 sigur á KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar og fór langleiðina með að tryggja sér Evrópusæti. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og eina mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks þegar Grétar Snær Gunnarsson setti boltann í eigið net. Leikurinn fór rólega af stað þar sem liðin gáfu fá færi á sér og héldu boltanum rólega innan liðsins. Eftir um 10 mínútna leik batnaði spilamennska KR-inga aðeins þar sem boltinn gekk vel manna á milli og menn voru að komast í hættulegar stöður án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Heimamenn voru ólíkir sjálfir sér og héldu boltanum illa og voru helst hættulegir þegar Hallgrímur Mar fékk boltann á síðasta þriðjungi vallarins en Beitir var vel vakandi í markinu og greip inn í þegar þurfti. Staðan markalaus eftir mjög tíðindalítinn fyrri hálfleik. Á 48. mínútu átti Þorri Mar fasta fyrirgjöf inn á teig gestanna þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var ásamt tveimur varnarmönnum KR. Fyrirgjöfin var föst og fór beint í Grétar Snæ Gunnarsson og þaðan í netið. KA komið í 1-0 forystu eftir sjálfsmark. Eftir markið hélt KA boltanum vel innan liðsins og komu sér í hættulegar stöður en engin álitleg færi. Sigurður Bjartur Hallsson fékk fínt færi á 56. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina en Jajalo varði vel. Á 70. mínútu voru heimamenn óheppnir að bæta ekki við marki þegar Bryan van den Bogaert og Bjarni Aðalsteinsson áttu báðir skot inn á teignum en varnarmenn KR-inga hentu sér fyrir skotin og björguðu. Örstuttu seinna vildu KA menn fá víti þegar boltinn fór augljóslega í útrétta höndina á Þorsteini Má Ragnarssyni en ekkert dæmt. KR-ingar voru ekki líklegir til að jafna og KA-menn sigldu sigrinum fagmannlega heim. Lokatölur 1-0. Af hverju vann KA? Þeir eru auðvitað heppnir að KR-ingar skora sjálfsmark en KA liðið var betra í seinni hálfleiknum og gáfu fá færi á sér og gerðu einfaldlega nóg. Hverjir stóðu upp úr? Þorri Mar Þórisson var flottur í hægri bakverðinum og á sendinguna sem býr til markið. Varnarleikur KA var þéttur að venju þar sem Dusan Brkovic og Ívar Örn stjórnuðu vel. Hjá KR stóð Beitir Ólafsson sig vel í markinu greip vel inn í. Atli Sigurjónsson var iðulega nálægt boltanum þegar einhver hætta var á ferðum og var manna ferskastur hjá gestunum í dag. Hvað gekk illa? KA gekk ekki vel að halda í boltann í fyrri hálfleik. Á móti náði KR ekki að opna vörnina hjá KA sem er alltaf þétt og vel skipulögð. Hvað gerist næst? KA fær topplið Breiðabliks í heimsókn á Greifavöllinn sunnudaginn 9. október kl. 14:00. KR mætir Val sama dag kl. 13:00 á Meistarvöllum. Hallgrímur Jónasson er nýr þjálfari KAHulda Margrét Hallgrímur: Ætlum að enda fyrir ofan Víking Hallgrímur Jónasson tók á dögunum við sem aðalþjálfari KA eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu ár. Hann var ánægður með stigin þrjú þó liðið hafi oft spilað betur en í dag. „Frammistaðan bara bara frekar góð. Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa unnið 1-0 og mér fannst seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri. Mér fannst við aðeins ströggla varnarlega í fyrri hálfleik á miðjunni, mér fannst þeir ná að yfirmanna miðjuna, smá vitlausar færslur vanarlega fannst mér en við töluðum um það í hálfleik og mér fannst við betri í seinni hálfleik og bara frábær vinnuframmistaða frá liðinu og maður hefði bara kannski viljað setja fleiri mörk.” Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill en Hallgrímur var ánægður með bætinguna á liðinu í seinni hálfleik. „Mér fannst við bara ekki alveg ná að klukka þá. Þeir voru að gera vel og þegar við unnum boltann vorum við alltof lengi að koma okkur úr fyrstu pressunni þeirra sem var góð, þeir voru aggressívir og við svona ætluðum að taka þetta aðeins of létt og taka of margar snertingar á boltann en þegar það skánaði fannst mér þetta aðeins opnast. Við eigum fínan seinni hálfleik og vinnum 1-0 á heimavelli og erum gríðarlega ánægðir með það.” Með sigrinum fer KA langleiðina með að tryggja sér Evrópusæti þar sem Víkingar hefur nú þegar tryggt sig eftir að þeir urðu bikarmeistarar í gær. „Tilfinningin er góð og eins og ég er búinn að segja lengi er þetta það sem við stefnum að og svo sjáum við til hvað gerist í næsta leik hjá Val og Víking en markmikið okkar er áfram það sama; við ætlum að vera leiðinlegir og enda fyrir ofan Víkingana og sjá svo til í lokin hvernig það er.” „Við ætlum bara að klára okkar leiki og við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá endum við fyrir ofan Víking og það er bara okkar markmið og ef frammistaðan verður eins og hún er í dag þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því”, sagði Hallgrímur að lokum en með sigrinum fer KA upp fyrir Víking í töflunni sem á þó leik til góða. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét Rúnar: Vantaði lokahnykkinn Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með framlagið hjá sínu liði þrátt fyrir 1-0 tap gegn KA. „Ég er ánægður með mjög margt. Við vorum mikið með boltann í leiknum en því miður náðum við ekki að skapa mikið af færum, mjög lítið eiginlega, þannig framlagið var mjög gott. Við pressuðum þá mjög vel í fyrri hálfleik og vorum með boltann meira og minna en þeim líður vel þegar þeir liggja til baka og þeir eru fljótir fram og þeir bjuggu til ágætis sóknir líka og bara jafn leikur heilt yfir og fúll með að fá sjálfsmark í andlitið í byrjun síðari hálfleiks og þá gátu þeir varist því bara og gerðu það vel og svo þegar leið á þá opnaðist leikurinn svolítið. Við vorum farnir að taka sénsa seinustu 15-20 mínúturnar þannig að KA mennirnir sköpuðu þá ágætis færi til að bæta við og að sama skapi náum við að skapa mjög lítið en heilt yfir ánægður með framlagið og vinnusemina og hlaupin hjá strákunum, þeir voru duglegir og lögðu sig fram.” KR-ingar náðu að þrýsta KA liðinu nokkuð aftarlega á völlinn í fyrri hálfleik og var Rúnar svekktur að hafa ekki náð að búa til betri færi í hálfleiknum. „Við hefðum þurft að eiga örlítið betri fyrirgjafir og vera kannski með fleiri í teignum þegar þær komu en KA mennirnir vörðust því bara mjög vel og gerðu vel þannig að það vantaði kannski lokahnykkinn hjá okkur að koma úrslitasendingunni á góðan stað inn í teiginn eða ná skotum á markið en þeir lokuðu vel og við bara náðum ekki að búa til neitt af ráði.” Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður KR, átti að vera í byrjunarliðinu í dag en datt úr stuttu fyrir leik og Grétar Snær Gunnarsson kom inn í hans stað. „Hann meiddist aðeins á æfingu í gær, við héldum að það væri í lagi en hann fann það það strax í upphitun að það var ekki að ganga þannig við þurftum að gera breytingu strax og Grétar kemur bara inn og stóð sig vel.” „Ég reikna með því að hann verði klár í næsta leik”, sagði Rúnar að endingu aðspurður hvort Arnór verði klár í næstu leiki.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti