Svavar Pétur er látinn Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 16:06 Prins Póló er látinn. Vísir/Vilhelm Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Berglindi Häsler, eiginkonu Svavars. Hann lætur eftir sig Berglindi og þrjú börn, Hrólf Stein, Aldísi Rúnu og Elísu. Svavar Pétur greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir tæpum fjórum árum og hefur síðan þá talað opinskátt um baráttu sína við meinið. Í nóvember síðastliðnum ræddi hann við Ísland í dag um mörg af hans frægustu verkum til þessa og auðvitað stóra verkefnið, krabbameinið sem hann kaus ávallt að láta ekki stjórna lífi sínu og tókst á við af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. „Svavar Pétur var stoltur Breiðhyltingur. Gekk í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur. Hann spilaði meðal annars með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist undir listamannsnafninu Prins Póló. Þá hafa veggspjöld með hendingum úr lagatextum hans notið mikilla vinsælda. Svavar var líka frumkvöðull á sviði matvælaframleiðslu og setti á markað Bulsur og Bopp,“ segir í tilkynningu. Svavar Pétur bjó um tíma ásamt fjölskyldu sinni á Seyðisfirði og seinna á Drangsnesi. Vorið 2014 flutti fjölskyldan í Berufjörð, stundaði þar lífræna ræktun og framleiðslu, og rak tónleikastað og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí til haustsins 2020. Andlát Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Berglindi Häsler, eiginkonu Svavars. Hann lætur eftir sig Berglindi og þrjú börn, Hrólf Stein, Aldísi Rúnu og Elísu. Svavar Pétur greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir tæpum fjórum árum og hefur síðan þá talað opinskátt um baráttu sína við meinið. Í nóvember síðastliðnum ræddi hann við Ísland í dag um mörg af hans frægustu verkum til þessa og auðvitað stóra verkefnið, krabbameinið sem hann kaus ávallt að láta ekki stjórna lífi sínu og tókst á við af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. „Svavar Pétur var stoltur Breiðhyltingur. Gekk í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur. Hann spilaði meðal annars með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist undir listamannsnafninu Prins Póló. Þá hafa veggspjöld með hendingum úr lagatextum hans notið mikilla vinsælda. Svavar var líka frumkvöðull á sviði matvælaframleiðslu og setti á markað Bulsur og Bopp,“ segir í tilkynningu. Svavar Pétur bjó um tíma ásamt fjölskyldu sinni á Seyðisfirði og seinna á Drangsnesi. Vorið 2014 flutti fjölskyldan í Berufjörð, stundaði þar lífræna ræktun og framleiðslu, og rak tónleikastað og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí til haustsins 2020.
Andlát Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31