„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 09:00 Gunnar Nielsen Vísir/Bára Dröfn Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“ FH Besta deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“
FH Besta deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira