Nýtt björgunarskip styttir viðbragðshraða um helming Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 13:07 Örn segir að viðbragðstími björgunarsveita batni til muna með tilkomu nýrra skipa. Vísir/Vilhelm Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu þeirra styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming. Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá. Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá.
Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira