Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 14:14 Eins og sjá má varð mikið tjón á svæðinu. Kristján Ingimarsson Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð. Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira