Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2022 12:21 Ian er þegar byrjaður að valda tjóni í Flórída. AP/Joe Cavaretta Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu. Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53