Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2022 12:21 Ian er þegar byrjaður að valda tjóni í Flórída. AP/Joe Cavaretta Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu. Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sjá meira
Um 2,5 milljónum íbúa Flórída hefur verið sagt að yfirgefa strandlengju ríkisins en veðurfræðingar búast við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 3,6 metra. Það er til viðbótar við þá miklu rigningu og vind sem fylgir Ian. Meðalvindhraði Ians er sagður vera um 70 metrar á sekúndu þar sem hann er mestur, samkvæmt frétt Wasthington Post. Það er einungis nokkrum metrum á sekúndu frá fimmta stigs skilgreiningu. Bandarískir veðurfræðingar segja að Ian muni valda hamfaraflóðum víða í Flórída og það sama megi segja um vindinn. Hann muni líklega valda gífurlegum skemmdum. Sep 28 7am EDT -- Here are the key messages from the special advisory issued on Hurricane #Ian. Catastrophic storm surge inundation expected today as Ian moves ashore in the southwest Florida peninsula. Latest: https://t.co/tnOTyg5UEw pic.twitter.com/cCHGT11wTF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022 Íbúar í Flórída hafa varið síðustu dögum í að undirbúa heimili sín fyrir komu Ians með því að byrgja fyrir glugga, leggja sandpoka og koma eigum sínum í skjól á efri hæðir húsa, ef það stendur þeim til boða. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað við því að næstu dagar verði íbúum erfiðir. Ian náði landi á vesturhluta Kúbu í gær og er sagður hafa valdið miklum skaða þar. Meðal annars er öll eyjan án rafmagns og einhverjir eru sagðir hafa dáið. Sjá einnig: Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var upp á Kúbu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sjá meira
Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. 27. september 2022 10:19
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53