Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 09:31 Benjamin Kallman og Nikola Vukcevic í baráttunni í einum af pollunum á vellinum í Podgorica í gærkvöld. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira