Hinn ungi Giacomo Raspadori kom Ítalíu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og Evrópumeistararnir í góðum málum.
Varnarmaðurinn Federico Dimarco tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og þar við sat. Ítalía endar sem sigurvegari riðilsins með 11 stig en Ungverjaland endaði með stigi minna og situr því eftir með sárt ennið.
Ásamt Ítalíu eru Holland og Króatía komin í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en á morgun kemur í ljós hvort Portúgal eða Spánn verði fjórða þjóðin sem kemst þangað.