Sakar Niemann um enn meira svindl Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2022 20:24 Magnus Carlsen hætti á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa teflt við Hans Niemann. Getty/Dean Mouhtaropoulos Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn