Færeyjar með ótrúlegan sigur á Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 21:31 Úr fyrri leik liðanna í riðlinum. Honum lauk með 4-0 sigri Tyrklands en Færeyjar hefndu fyrir tapið í kvöld. Isa Terli/Getty Images Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum. Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Sjá meira