Hlín var í byrjunarliði Piteå og lék í 80 mínútur í 0-1 útisigri gegn Kalmar. Hlín skoraði sigurmark leiksins á 54. mínútu.
Berglind var sömuleiðis í byrjunarliði Örebro en Berglind gulltryggði sigur liðsins með því að skora þriðja og síðasta mark Örebro í 1-3 endurkomusigri á útivelli gegn Umeå. Umeå komst yfir á níundu mínútu leiksins en Örebro svaraði með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem Berglind skorar sem og þriðja mark hennar á þessu ári.
Með sigrinum fer Piteå upp í 36 stig og er í 6. sæti eftir 21 leik. Piteå er 15 stigum frá toppsætinu, 10 stigum frá Meistaradeildarsæti og 27 stigum frá fallsvæðinu, þegar fimm leikir eru eftir. Örebro er hins vegar í 9. sæti með 30 stig eftir jafn marga leiki.