Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu Atli Arason skrifar 25. september 2022 10:45 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Juan Manuel Serrano Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín. U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira