„Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:31 Gareth Southgate punktar hjá sér að England er nú fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Michael Regan/Getty Images „Það er erfitt fyrir að vera of gagnrýninn á frammistöðuna. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og fleiri skot á markið sjálft,“ sagði Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, eftir 1-0 tap Englands í Mílanó á Ítalíu. Tapið þýðir að England er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Enn og aftur tekst Englandi ekki að skora en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum í Þjóðadeildinni til þessa. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi en ásamt San Marínó er England eina liðið í allri Þjóðadeildinni sem ekki hefur skorað úr opnum leik til þessa. England San Marino #BBCFootball pic.twitter.com/U1UfE9Tj7g— Match of the Day (@BBCMOTD) September 23, 2022 Þrátt fyrir dapran sóknarleik, bæði í kvöld og í Þjóðadeildinni í heild sinni, þá var Southgate nokkuð brattur í viðtali eftir leik. „Lungann úr leiknum þá spiluðum við vel. Við brugðumst hins vegar varnarlega á ögurstundu. Á síðasta þriðjung vallarins voru augnablik sem hefðum þurft að nýta betur en okkur skorti gæði í þeim atvikum,“ sagði þjálfarinn um leik kvöldsins. „Á endanum bregst fólk við úrslitum en mér fannst margt jákvætt í leik okkar í kvöld. Það voru margar góðar einstaklingsframmistöður.“ „Persónulega fannst mér frammistaðan vera skref í rétta átt en ég skil fullkomlega að þar sem úrslitin féllu ekki með okkur þá mun fólk ekki vera sammála mér hvað það varðar,“ sagði Southgate að endingu. Það styttist í HM í Katar og sem stendur þarf Southgate að finna lausn á fjölda vandamála. Hann stillti upp nokkuð sóknarsinnuðu 4-2-3-1 leikkerfi í kvöld og þrátt fyrir fjölda skota þá ógnuðu Englendingar marki Gianluigi Donnarumma ekki af neinu viti. England leikur í B-riðli á HM ásamt Íran, Wales og Bandaríkjunum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira