Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir var eldhress í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir leiki helgarinnar. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira