Stelpurnar okkar æfa í Portúgal en gætu þurft að fara til Belgíu Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 12:41 Íslenska landsliðið er á leið í einn, stakan úrslitaleik sem ræður því hvort liðið spilar á HM í fyrsta sinn næsta sumar. Getty/Patrick Goosen Kvennalandslið Íslands í fótbolta mun æfa í Algarve í Portúgal fyrir leikinn sem ræður úrslitum um það hvort liðið verður með á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Eftir góðan árangur í undankeppni HM fer Ísland beint á seinna stig umspilsins um sæti á HM, en mætir þar sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu sem fram fer 6. október. Dregið var um það hvort Ísland fengi heimaleik eða útileik og er ljóst að liðið þarf að spila leikinn sinn 11. október á útivelli, annað hvort í Portúgal eða Belgíu. Íslensku stelpurnar fá því góðan tíma til að undirbúa sig en fá þó ekki að vita hvaða andstæðingum þær mæta fyrr en fimm dögum fyrir leik. Samkvæmt upplýsingum Vísis varð Algarve fyrir valinu sem æfingasvæði einfaldlega vegna góðrar aðstöðu og þess að auðvelt er að fljúga þaðan til Belgíu. Það var því ekki svo að verið væri að „veðja á“ að Portúgal myndi vinna Belgíu og að leikur Íslands yrði þar með í Portúgal. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnir í dag hvaða leikmenn hann ætlar að taka með sér til Algarve en ljóst er að breytingar eru á hópnum því Sif Atladóttir lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í þessum mánuði, eftir tap Íslands gegn Hollandi í síðasta leiknum í undankeppni HM. Ef Ísland vinnur andstæðing sinn, Portúgal eða Belgíu, í venjulegum leiktíma eða framlengingu þá er liðið öruggt um sæti á HM. Vinni Ísland leikinn í vítaspyrnukeppni er mögulegt að liðið þyrfti að fara í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, gegn liðum frá öðrum heimsálfum, til að komast inn á HM. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Eftir góðan árangur í undankeppni HM fer Ísland beint á seinna stig umspilsins um sæti á HM, en mætir þar sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu sem fram fer 6. október. Dregið var um það hvort Ísland fengi heimaleik eða útileik og er ljóst að liðið þarf að spila leikinn sinn 11. október á útivelli, annað hvort í Portúgal eða Belgíu. Íslensku stelpurnar fá því góðan tíma til að undirbúa sig en fá þó ekki að vita hvaða andstæðingum þær mæta fyrr en fimm dögum fyrir leik. Samkvæmt upplýsingum Vísis varð Algarve fyrir valinu sem æfingasvæði einfaldlega vegna góðrar aðstöðu og þess að auðvelt er að fljúga þaðan til Belgíu. Það var því ekki svo að verið væri að „veðja á“ að Portúgal myndi vinna Belgíu og að leikur Íslands yrði þar með í Portúgal. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnir í dag hvaða leikmenn hann ætlar að taka með sér til Algarve en ljóst er að breytingar eru á hópnum því Sif Atladóttir lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í þessum mánuði, eftir tap Íslands gegn Hollandi í síðasta leiknum í undankeppni HM. Ef Ísland vinnur andstæðing sinn, Portúgal eða Belgíu, í venjulegum leiktíma eða framlengingu þá er liðið öruggt um sæti á HM. Vinni Ísland leikinn í vítaspyrnukeppni er mögulegt að liðið þyrfti að fara í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, gegn liðum frá öðrum heimsálfum, til að komast inn á HM.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira