Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 10:52 Dauði hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini hefur vakið mikla reiði í Íran. AP Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022 Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022
Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira