Ríkisstjórnin gekk út vegna samsæriskenninga umdeilds þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 10:44 Sigrid Kaag og samráðherrar hennar á leið úr þingsal í gær. EPA-EFE/BART MAAT Samsæriskenningar þar sem ýjað var að því að fjármálaráðherra Hollands væri njósnari á vegum vestrænna ríkja sem viðraðar voru í þingræðu í Hollandi í gær varð til þess að öll hollenska ríkisstjórnin gekk af þingfundi í mótmælaskyni. Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu. Holland Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu.
Holland Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira