„Gott að vera komin heim og gaman að vera farin að spila körfubolta aftur“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 20. september 2022 23:04 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var fegin því að vera komin aftur á körfuboltavöllinn. Vísir/Diego Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti skínandi leik fyrir Valskonur í kvöld, en þetta var hennar fyrsti leikur á Íslandi síðan 2018. Elín hefur síðustu fjögur ár ár spilað í háskólaboltanum vestanhafs með liði Tulsa. Þá meiddist hún einnig illa í janúar svo að þetta var fyrsti leikurinn hennar í langan tíma. Það var þó ekki að sjá í kvöld að hún væri ryðguð en hún skilaði 16 stigum og fjórum fráköstum og var næst stigahæst á vellinum í kvöld. Blaðamaður bauð Elínu hjartanlega velkomna heim, ekki amaleg byrjun þetta? „Já takk fyrir það. Gott að vera komin heim og gaman að vera farin að spila körfubolta aftur, og skemmtilegur leikur!“ Það er sennilega alltaf skemmtilegt að vinna tæplega 40 stiga yfirburðasigur. Blaðamaður hafði þó orð á því að leikurinn hefði nú ekki verið mjög spennandi á að horfa fyrir hlutlausa áhorfendur, en Elín gaf lítið fyrir það. „Hvað meinarðu? Mér fannst hann skemmtilegur allan tímann! Gaman að spila körfubolta, og ég vona að áhorfendur hafi haft gaman af honum líka. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsti leikur tímabilsins þá fannst mér ágætis tempó í honum og ég er ánægð með það.“ Valskonur náðu vissulega að keyra upp góðan hraða í þessum leik og settu mörg stig á töfluna. Var þessi sigur einhvern tímann í hættu? „Við spilum bara okkar körfubolta. Ég er bara ánægð með að okkar leikur kom svona vel út í dag. Við eigum auðvitað eftir að vinna fullt í okkar hlutum líka. Þetta eru bara 5 á móti 5 að spila körfubolta, þetta er gaman.“ Þessi leikur var eins og áður sagði fyrsti leikur Elínar í dágóðan tíma. Hún hefur engu gleymt? „Bara lært meira, er það ekki? Þetta er bara ógeðslega skemmtilegt og þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 84-46 | Einstefna á Hlíðarenda í opnunarleiknum Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. 20. september 2022 22:39 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Það var þó ekki að sjá í kvöld að hún væri ryðguð en hún skilaði 16 stigum og fjórum fráköstum og var næst stigahæst á vellinum í kvöld. Blaðamaður bauð Elínu hjartanlega velkomna heim, ekki amaleg byrjun þetta? „Já takk fyrir það. Gott að vera komin heim og gaman að vera farin að spila körfubolta aftur, og skemmtilegur leikur!“ Það er sennilega alltaf skemmtilegt að vinna tæplega 40 stiga yfirburðasigur. Blaðamaður hafði þó orð á því að leikurinn hefði nú ekki verið mjög spennandi á að horfa fyrir hlutlausa áhorfendur, en Elín gaf lítið fyrir það. „Hvað meinarðu? Mér fannst hann skemmtilegur allan tímann! Gaman að spila körfubolta, og ég vona að áhorfendur hafi haft gaman af honum líka. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsti leikur tímabilsins þá fannst mér ágætis tempó í honum og ég er ánægð með það.“ Valskonur náðu vissulega að keyra upp góðan hraða í þessum leik og settu mörg stig á töfluna. Var þessi sigur einhvern tímann í hættu? „Við spilum bara okkar körfubolta. Ég er bara ánægð með að okkar leikur kom svona vel út í dag. Við eigum auðvitað eftir að vinna fullt í okkar hlutum líka. Þetta eru bara 5 á móti 5 að spila körfubolta, þetta er gaman.“ Þessi leikur var eins og áður sagði fyrsti leikur Elínar í dágóðan tíma. Hún hefur engu gleymt? „Bara lært meira, er það ekki? Þetta er bara ógeðslega skemmtilegt og þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 84-46 | Einstefna á Hlíðarenda í opnunarleiknum Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. 20. september 2022 22:39 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 84-46 | Einstefna á Hlíðarenda í opnunarleiknum Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. 20. september 2022 22:39