Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 07:30 Arnar Páll (t.h.) ásamt Jóhannesi Karli Sigursteinssyni sem hætti sem þjálfari liðsins fyrr í sumar vegna umgjarðarleysis. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022 KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira