Segir að margt þurfi að breytast hjá Bayern og að stefnan sé slæm Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 07:02 Julian Nagelsmann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni hjá Bayern. Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, var ómyrkur í máli eftir 1-0 tap liðsins gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“ Þýski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“
Þýski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira