„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 23:16 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sagði söguna af því þegar hún var óvænt komin á lokamót EM í knattspyrnu í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð. „Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“ Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Sjá meira
„Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“
Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Sjá meira