„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 19:26 Systkinin Lutfa og Ferdoz Ali, ásamt syni Ferdozar. Þau vitja leiðis móður sinnar, sem lést sviplega í sumar, á hverjum föstudegi í Gufuneskirkjugarði. Vísir/einar Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira