„Höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:14 Strákarnir hans Sigurðar Heiðars Höskuldssonar eru ekki lengur í fallsæti. vísir/diego Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA, 1-2, á Akranesi í dag. Leiknismenn lentu undir en komu til baka og unnu leikinn, þökk sé tveimur sjálfsmörkum Skagamanna. „Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum. Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki