„Höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:14 Strákarnir hans Sigurðar Heiðars Höskuldssonar eru ekki lengur í fallsæti. vísir/diego Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA, 1-2, á Akranesi í dag. Leiknismenn lentu undir en komu til baka og unnu leikinn, þökk sé tveimur sjálfsmörkum Skagamanna. „Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum. Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira