Mbappé þénar mest allra árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 10:46 Mbappé á fyrir salti í grautinn. Xavier Laine/Getty Images Kylian Mbappé er tekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi árið 2022. Hann fær 105 milljónir Bandaríkjadala [14,6 milljarðar íslenskra króna] í laun hjá París Saint-Germain ásamt því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadala [2,8 milljarðar] í gegnum auglýsingar og því um líkt. Hinn 23 ára gamli Mbappé gerði náttúrulega ótrúlegan samning við PSG í sumar þegar allt benti til þess að hann myndi semja við Real Madríd. Það kemur því engum á óvart að hann sé langlaunahæsti leikmaður í heimi. Alls mun Mbappé þéna 125 milljónir Bandaríkjadala í ár. Hvað varðar laun frá félögum þá eru samherjar hans Lionel Messi og Neymar í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er varðar heildartekjur er Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Þessi 37 ára gamli framherji skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Manchester United vann Sheriff frá Moldóvu 2-0 á dögunum. Ronaldo fær 53 milljónir Bandaríkjadala frá Man United árið 2022 en þénar 60 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar í gegnum hina ýmsu auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Alls þénar Ronaldo því 110 milljónir í ár. Messi er í 3. sæti með 62 milljónir í laun og auglýsingasamninga upp á 48 milljónir. Argentínumaðurinn þénar því 110 milljónir í ár. Neymar er í þriðja sæti en þó töluvert á eftir samherjum sínum. Hann er með laun upp á 56 milljónir en auglýsingasamninga upp á „aðeins“ 35 milljónir. Kylian Mbappé is this year's top earner pic.twitter.com/1hh8Dg2fiC— B/R Football (@brfootball) September 16, 2022 Mohamed Salah er svo í 5. sæti en eitt nafn á listanum yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest kemur skemmtilega á óvart. Það er Andrés Iniesta, Þessi 38 ára gamli Spánverji spilar í dag með Vissel Kobe í Japan og er enn að þéna ótrúlegar upphæðir. Hann fær 23 milljónir í laun og aðrar sjö í gegnum auglýsingasamninga. Listann yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ár má svo sjá hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé gerði náttúrulega ótrúlegan samning við PSG í sumar þegar allt benti til þess að hann myndi semja við Real Madríd. Það kemur því engum á óvart að hann sé langlaunahæsti leikmaður í heimi. Alls mun Mbappé þéna 125 milljónir Bandaríkjadala í ár. Hvað varðar laun frá félögum þá eru samherjar hans Lionel Messi og Neymar í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er varðar heildartekjur er Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Þessi 37 ára gamli framherji skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Manchester United vann Sheriff frá Moldóvu 2-0 á dögunum. Ronaldo fær 53 milljónir Bandaríkjadala frá Man United árið 2022 en þénar 60 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar í gegnum hina ýmsu auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Alls þénar Ronaldo því 110 milljónir í ár. Messi er í 3. sæti með 62 milljónir í laun og auglýsingasamninga upp á 48 milljónir. Argentínumaðurinn þénar því 110 milljónir í ár. Neymar er í þriðja sæti en þó töluvert á eftir samherjum sínum. Hann er með laun upp á 56 milljónir en auglýsingasamninga upp á „aðeins“ 35 milljónir. Kylian Mbappé is this year's top earner pic.twitter.com/1hh8Dg2fiC— B/R Football (@brfootball) September 16, 2022 Mohamed Salah er svo í 5. sæti en eitt nafn á listanum yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest kemur skemmtilega á óvart. Það er Andrés Iniesta, Þessi 38 ára gamli Spánverji spilar í dag með Vissel Kobe í Japan og er enn að þéna ótrúlegar upphæðir. Hann fær 23 milljónir í laun og aðrar sjö í gegnum auglýsingasamninga. Listann yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ár má svo sjá hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira