Söfn og dagur íslenskrar náttúru Björk Þorleifsdóttir skrifar 16. september 2022 11:23 Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun