Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2022 08:31 Heimir Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir árangur sinn með íslenska landsliðinu. Hann er svo hátt metinn að Jamaíkumenn bjuggust ekki við að hann hefði áhuga á starfinu. Vísir/Getty Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01
Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti