Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 14:01 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum verðugt verkefni með jamaíska landsliðinu ef fram heldur sem horfir. Getty/@cedellamarley Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake. Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake.
Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53