Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 11:46 Sali Hafiz og hópur fólks sem fylgdi henni rændu banka í Beirút. AP/Hussein Malla/Facebook Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon. Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Sjá meira
Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon.
Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Sjá meira
SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00