„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var lítið að hugsa um verkina þegar hún fagnaði sínu fyrsta marki á stórmóti, í 1-1 jafnteflinu við Ítalíu á EM í sumar. VÍSIR/VILHELM Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira