Hægt að spila sem stelpurnar okkar í FIFA 23 Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 07:31 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir verða í FIFA 23, bæði í íslenska landsliðinu og í félagsliðum sínum, West Ham og PSG. Getty/Joe Prior Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands í fótbolta eru á meðal þeirra liða sem hægt verður að velja í næstu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum gríðarvinsæla, FIFA 23. Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir). Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir).
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira