Hægt að spila sem stelpurnar okkar í FIFA 23 Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 07:31 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir verða í FIFA 23, bæði í íslenska landsliðinu og í félagsliðum sínum, West Ham og PSG. Getty/Joe Prior Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands í fótbolta eru á meðal þeirra liða sem hægt verður að velja í næstu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum gríðarvinsæla, FIFA 23. Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir). Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Þetta verður í fyrsta sinn sem að kvennalandslið Íslands, sem situr í 14. sæti heimslistans, verður með í tölvuleiknum en nýi leikurinn kemur út um næstu mánaðamót. Karlalandsliðið hefur verið í leiknum síðustu ár. Ísland er á meðal aðeins sautján landsliða í kvennaflokki sem verða í FIFA 23 en þar á meðal eru ellefu Evrópuþjóðir. Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og hefur eftir Stefáni Sveini Gunnarssyni, sviðsstjóra á markaðssviði KSÍ, að sambandið hafi gert kröfu um að kvennalandsliðið yrði með í leiknum, í viðræðum sínum við framleiðandann EA Sports um framlengingu samnings. Samningurinn skilar þó ekki auknum tekjum til KSÍ. „Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar,“ segir Stefán við Fréttablaðið. Tvö Íslendingalið í kvennadeildunum Kvennalandslið Ástralíu og Nýja-Sjálands, sem halda HM á næsta ári, detta út úr tölvuleiknum frá því í FIFA 22 en inn koma Ísland og Argentína. Tvær deildir með kvennaliðum verða svo í boði í FIFA 23, sú enska og sú franska. Það þýðir að hægt verður að spila með félagslið tveggja íslenskra landsliðskvenna, West Ham (Dagný Brynjarsdóttir) og PSG (Berglind Björg Þorvaldsdóttir).
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira