Efnahagsleg áhætta virkjanastefnunnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 12. september 2022 12:30 Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er. En verandi reynslunni ríkari eftir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða 2008 þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika að veður skipist fljótt í lofti. Samkvæmt S&P er Landsvirkjun með lánshæfismatið BBB+. Í BBB flokk falla fyrirtæki sem eru talin hafa burði til að standa við skuldbindingar sínar í núverandi ástandi en kunna að lenda í vandræðum ef halla tekur undan fæti í hagkerfi heimsins. Það ætti því að hringja varúðarbjöllum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að heimsmarkaðsverð á áli hefur fallið um 39% á síðustu sex mánuðum, hagvöxtur í Evrópu fer hratt minnkandi og vextir fara hratt hækkandi á þeim mörkuðum sem Landsvirkjun sækir lán. Hér á landi er síðan brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná niður verðbólgu í umhverfi þar sem við sjáum fram á mikla fjárfestingarþörf á húsnæðismarkaði og stjórnvöld boða mikla fjárfestingar, t.d á samgönguinnviðum. Þá lítur út fyrir að hagvöxtur verði hár á næstu árum og frá atvinnulífinu berast þau tíðindi að útlán til fyrirtækja fari ört vaxandi og að sjaldan eða aldrei hafi fyrirtæki skort starfsfólk eins og nú. Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að herða þurfi taumhaldið og ákvarðanir í atvinnulífi muni skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara. Það er því ekkert í hagkerfinu, hvorki hér á landi né á heimsvísu, sem gefur til kynna að nú sé rétt að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir í þeim anda sem stjórnvöld og forysta Landsvirkjunar hafa boðað. Þvert á móti. Undir þessum kringumstæðum þarf að koma í veg fyrir að Landsvirkjun hefji vegferð lánadrifinnar virkjanastefnu sem myndi að líkindum kosta almenning og þorra íslenskra fyrirtækja milljarða vegna vaxtahækkana. Ráðlegra væri að nýta næstu ár til að lækka áfram skuldir Landsvirkjunar svo fyrirtækið geti stuðlað að stöðugleika í hagkerfinu, skilað samfélaginu arðgreiðslum og byggt sig upp fjárhagslega til að takast á við þann ólgusjó sem mun skekja efnahagskerfi heimsins næstu árin. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Landsvirkjun Umhverfismál Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er. En verandi reynslunni ríkari eftir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða 2008 þá verðum við að gera ráð fyrir þeim möguleika að veður skipist fljótt í lofti. Samkvæmt S&P er Landsvirkjun með lánshæfismatið BBB+. Í BBB flokk falla fyrirtæki sem eru talin hafa burði til að standa við skuldbindingar sínar í núverandi ástandi en kunna að lenda í vandræðum ef halla tekur undan fæti í hagkerfi heimsins. Það ætti því að hringja varúðarbjöllum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að heimsmarkaðsverð á áli hefur fallið um 39% á síðustu sex mánuðum, hagvöxtur í Evrópu fer hratt minnkandi og vextir fara hratt hækkandi á þeim mörkuðum sem Landsvirkjun sækir lán. Hér á landi er síðan brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná niður verðbólgu í umhverfi þar sem við sjáum fram á mikla fjárfestingarþörf á húsnæðismarkaði og stjórnvöld boða mikla fjárfestingar, t.d á samgönguinnviðum. Þá lítur út fyrir að hagvöxtur verði hár á næstu árum og frá atvinnulífinu berast þau tíðindi að útlán til fyrirtækja fari ört vaxandi og að sjaldan eða aldrei hafi fyrirtæki skort starfsfólk eins og nú. Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að herða þurfi taumhaldið og ákvarðanir í atvinnulífi muni skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara. Það er því ekkert í hagkerfinu, hvorki hér á landi né á heimsvísu, sem gefur til kynna að nú sé rétt að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir í þeim anda sem stjórnvöld og forysta Landsvirkjunar hafa boðað. Þvert á móti. Undir þessum kringumstæðum þarf að koma í veg fyrir að Landsvirkjun hefji vegferð lánadrifinnar virkjanastefnu sem myndi að líkindum kosta almenning og þorra íslenskra fyrirtækja milljarða vegna vaxtahækkana. Ráðlegra væri að nýta næstu ár til að lækka áfram skuldir Landsvirkjunar svo fyrirtækið geti stuðlað að stöðugleika í hagkerfinu, skilað samfélaginu arðgreiðslum og byggt sig upp fjárhagslega til að takast á við þann ólgusjó sem mun skekja efnahagskerfi heimsins næstu árin. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd.
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun