Vill sýna að KR sé að gera mistök Atli Arason skrifar 10. september 2022 13:31 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) ásamt Arnari Páli Garðarsyni(t.h.) Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. „Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR. KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
„Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55
Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11
Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00