„Þurfum að búa okkur vel undir báða möguleikana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 17:02 Þorsteinn Halldórsson og hans lið eru einum sigri frá sæti á HM. Sá sigur verður hins vegar afar torsóttur. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir að liðið muni koma saman til æfinga á meginlandi Evrópu ekki á Íslandi, fyrir umspilsleikinn 11. október um sæti á HM. Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32
„Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02
„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33