Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 14:00 Ísak Ernir Kristinsson hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir. Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira