Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 09:32 Ísland tapaði gegn Hollandi á þriðjudag með marki í uppbótartíma, og þarf því að fara í umspilið. Getty/Patrick Goosen Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira