Chelsea staðfestir fimm ára samning við Potter Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:00 Tekinn við Chelsea. Robin Jones/Getty Images Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun. Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton. Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31
Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11