Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2022 13:46 Alix Perez á að baki farsælan feril. Aðsent Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985) Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira