Á vef Veðurstofunnar segir að á Austurlandi verði væntanlega sólríkast, því búist sé við að létti þar til þegar komi fram á daginn í sunnan golunni. Hiti tíu til átján stig, hlýjast fyrir norðan.
„Vestast á landinu er eilítið sterkari vindur, kringum 10 m/s og rignir öðru hvoru þar.
Í kvöld og nótt bætir heldur í vind með úrkomu. Á morgun er spáð suðaustan og austan 5-13 m/s með rigningu nokkuð víða og hita 10 til 15 stig. Hins vegar þurrt og bjart um landið norðaustanvert með hita að 20 stigum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag: Austan 3-8, en 8-13 við suðurströndina. Bjartviðri á Vesturlandi, en skýjað annars staðar og dálítil væta sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast við Faxaflóa.
Á sunnudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en þokubakkar við norðurströndina. Norðaustan 8-13 og lítilsháttar rigning á Suðausturlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Suðlæg átt 3-8 og þykknar upp með súld eða dálítilli rigningu, en þurrt um landið austanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag: Vestan og norðvestan 3-8 og víða dálítil væta, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustantil.
Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og smáskúrir á víð og dreif. Kólnar í veðri.